Uppboð til styrktar Mottumars

Svörtu tungurnar blása til uppboðs til styrktar Mottumars. Við byrjum á að bjóða upp eintak af ónotuðum Aski Yggdrasils í fullkomnu ástandi í samvinnu við Davíð Inga Snorrason eiganda spilsins, en í framhaldi af því verða fleiri munir boðnir upp til styrktar baráttunnar gegn krabbameini.

Smellið á myndina til þess að taka þátt í uppboðinu!

Hlaðvarpið

Spilahópurinn Svörtu tungurnar talar um spunaspil. Þátturinn er tekinn upp í hvert skipti áður en við setjumst við spil í Svörtuloftum.

Hlustaðu

Hópurinn

Svörtu tungurnar eru skipaðar tíu spunaspilurum sem tóku sig til fyrir tveimur árum og stofnuðu hlaðvarpsþátt um áhugamálið. Hlustendahópur þáttarins hefur vaxið verulega undanfarið en auk þess að fjalla almennt um spunaspil hefur hópurinn tekið upp lifandi setur þar sem spunastjórnandi stýrir sögu með spilurunum, beint í eyru hlustenda.